Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Hans Steinar Bjarnason skrifar 5. september 2011 07:00 Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita forkólfar sambandsins að arftaka hans.fréttablaðið/anton Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6
Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira