Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. september 2011 07:00 Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli." Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli."
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira