Fjöldi undanþága veittur 2. september 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira