Fjöldi undanþága veittur 2. september 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira