Mundi frestar bambustískusýningu 1. september 2011 16:00 Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda á föstudagskvöld. Tískuhönnuðurinn Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda í Gamla bíói á föstudagskvöld. Ástæðan er sú að hann er upptekinn við búningahönnun fyrir leikritið Axlar-Björn auk þess sem Airwaves-tónlistar-hátíðin er á næsta leiti. „Það var mælt með því við mig að sýna hana á meðan Airwaves-hátíðin væri í gangi því þá verða hérna margir erlendir fjölmiðlar, þannig að ég ætla að gera það," segir Mundi. Sýningin verður því haldin 15. október í Gamla bíói. Þar ætlar Mundi að sýna prjónaða sumarlínu sína, sem hann kallar sjóaralínu og er að miklu leyti úr bambus. Þrátt fyrir frestunina verður eftirpartínu sem halda átti að lokinni sýningunni á föstudaginn ekki frestað. Það verður á skemmtistaðnum Square við Lækjartorg. „Ég mun verða þar og gera eitthvað skemmtilegt," segir Mundi leyndardómsfullur. Belgíski/ítalski tónlistarmaðurinn Aeroplane, sem heitir réttu nafni Vito De Luca, spilar í partíinu ásamt íslensku plötusnúðunum Benna B-Ruff, Gísla Galdri, Introbeats, Óla Ofur og Oculus. „Þetta verður rosalegt. Þetta er haldið í samvinnu við RVK Underground sem eru mega partígæjar," segir tískuhönnuðurinn. - fb Lífið Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuhönnuðurinn Mundi Vondi hefur frestað tískusýningu sem hann ætlaði að halda í Gamla bíói á föstudagskvöld. Ástæðan er sú að hann er upptekinn við búningahönnun fyrir leikritið Axlar-Björn auk þess sem Airwaves-tónlistar-hátíðin er á næsta leiti. „Það var mælt með því við mig að sýna hana á meðan Airwaves-hátíðin væri í gangi því þá verða hérna margir erlendir fjölmiðlar, þannig að ég ætla að gera það," segir Mundi. Sýningin verður því haldin 15. október í Gamla bíói. Þar ætlar Mundi að sýna prjónaða sumarlínu sína, sem hann kallar sjóaralínu og er að miklu leyti úr bambus. Þrátt fyrir frestunina verður eftirpartínu sem halda átti að lokinni sýningunni á föstudaginn ekki frestað. Það verður á skemmtistaðnum Square við Lækjartorg. „Ég mun verða þar og gera eitthvað skemmtilegt," segir Mundi leyndardómsfullur. Belgíski/ítalski tónlistarmaðurinn Aeroplane, sem heitir réttu nafni Vito De Luca, spilar í partíinu ásamt íslensku plötusnúðunum Benna B-Ruff, Gísla Galdri, Introbeats, Óla Ofur og Oculus. „Þetta verður rosalegt. Þetta er haldið í samvinnu við RVK Underground sem eru mega partígæjar," segir tískuhönnuðurinn. - fb
Lífið Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira