Viðskipti innlent

Bauhaus íhugar að opna verslun

Stórhýsi Bauhaus við Vesturlandsveg hefur að mestu staðið autt frá því að framkvæmdum við það lauk um mitt ár 2008.	Fréttablaðið/GVA
Stórhýsi Bauhaus við Vesturlandsveg hefur að mestu staðið autt frá því að framkvæmdum við það lauk um mitt ár 2008. Fréttablaðið/GVA
Þýska byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrunið skall á.

„Við teljum að það sé að nást stöðugleiki aftur á Íslandi en það var forsenda þess að við skoðuðum opnun,“ segir Mads Jörgensen, forstjóri Bauhaus á Norðurlöndunum, og bætir við: „Þar sem við eigum byggingu sem er til reiðu fyrir starfsemi væri eðlilegt fyrir okkur að meta núna hvenær rétti tíminn sé til að opna.“

Jörgensen heimsótti Ísland nýverið ásamt Kenn Pedersen, sölu- og markaðsstjóra Bauhaus á Norðurlöndunum. Komu þeir hingað í þeim erindagjörðum að meta stöðuna í hagkerfinu og hafa haft opnun til skoðunar síðan.

Þegar bankahrunið varð haustið 2008 hafði Bauhaus reist um 20 þúsund fermetra húsnæði undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg. Þá höfðu tugir starfsmanna verið ráðnir til fyrirtækisins en þeim var öllum sagt upp í kjölfar hrunsins.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×