Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi 31. ágúst 2011 04:00 Kjötskorturinn í sumar virðist hafa verið einna mestur þegar kemur að nautakjöti. Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent