Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Brjánn Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 03:15 Ferðamenn geta horft á heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur Eggertsson Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira