Óttast um 50 þúsund fanga 29. ágúst 2011 00:00 ekkert rennandi vatn Íbúar höfuðborgar Líbíu, Trípólí, ná sér í vatn á birgðastöð. Ekkert rennandi vatn er í borginni og innviðir stjórnkerfisins eru rjúkandi rústir.nordicphotos/afp Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Óljóst er hvað orðið hefur um tæplega 50 þúsund Líbíubúa sem teknir voru höndum af mönnum Gaddafís, leiðtoga Líbíu. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið haldið föngnu í neðanjarðarbyrgjum, sem nú hafa verið yfirgefin. Ahmed Omar, ofursti og talsmaður uppreisnarhersins, sagði á blaðamannafundi í gær að merki hafi fundist um fjöldamorð nærri fangelsum, en hann ásakaði þó engan um að standa fyrir þeim. „Áætlað er að á milli 57 og 60 þúsund manns hafi verið handteknir á síðustu mánuðum. Á milli 10 og 11 þúsund fangar hafa verið frelsaðir, en hvar eru hinir?" Omar hvatti alla sem eitthvað vissu um afdrif fanganna að koma þeim upplýsingum á framfæri og sagði að það væri óumræðanlega skelfilegt kæmi í ljós að fólkið hefði verið myrt. Fjölmörg lík fundust í yfirgefnu sjúkrahúsi í Trípólí í gær. Starfsfólkið flúði sjúkrahúsið á mánudag þegar átök brutust út í hverfinu. Á þessari stundu er óljóst hvernig fólkið dó, en Wyre Davies, fréttamaður BBC, segir að líkin skipti hundruðum. Breska fréttastofan hafði eftir lækni á sjúkrahúsinu, sem snúið hafði aftur til aðstoðar, að um fjöldamorð væri að ræða. „Það eru yfir 200 lík hér en engin ríkisstjórn við stjórnvölinn. Hvað getum við gert? Við þurfum sárlega á alþjóðlegri aðstoð að halda til að ástandið versni ekki hratt." Samtökin Human Rights Watch segjast hafa sannanir fyrir því að hersveitir hliðhollar Gaddafí hafi myrt að minnsta kosti 17 fanga og tekið fjölda óbreytta borgara af lífi án dóms og laga, síðustu dagana áður en uppreisnarmenn náðu höfuðborginni á sitt vald. Ekki er vitað hvar Gaddafí heldur sig, en margir uppreisnarmenn telja að hann sé í eða við heimaborg sína Sirte. Stuðningsmenn hans eru þar enn undir vopnum. Aðrar heimildir herma að Gaddafí sé enn í felum í Trípólí og er hans leitað þar dyrum og dyngjum. Ýmsir telja að Gaddafí hafi flúið land og dvelji nú í Alsír eða Egyptalandi. Talsmaður hans bauð stjórn uppreisnarmanna til viðræðna um helgina með þjóðstjórn í huga, en uppreisnarmenn höfnuðu því boði þegar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að boðið einkenndist af ranghugmyndum á raunverulegri stöðu í landinu. Uppreisnarmenn vinna nú hörðum höndum að því að koma innviðum höfuðborgarinnar í samt lag, en þar er við ramman reip að draga. Ekkert rennandi vatn er í borginni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira