Þöggun Samtaka sauðfjárbænda? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök sauðfjárbænda hafa beitt fjárhagslegu áhrifavaldi sínu og sagt upp verkefnasamstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna greinaskrifa og ályktana Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ. Vissulega geta bændasamtökin beint viðskiptum sínum þangað sem þeim hentar en ætti það þá ekki einnig að gilda um okkur, kaupendur framleiðsluvara bænda? En eins og allir vita standa samtök bænda þétt með stjórnvöldum í því að hindra að íslenskir neytendur geti, að eigin vild, keypt erlendar landbúnaðarvörur. Í greinunum, sem að sögn Þórólfs byggja á gögnum frá Bændasamtökunum sjálfum, eru upphæðir ríkisstyrkja til landbúnaðar gagnrýndar, fyrirkomulagið talið hefta framþróun í greininni og vera andstætt hagsmunum bænda og skattgreiðenda. Íslenskur landbúnaður fær einhverja hæstu ríkisstyrki í heimi samkvæmt OECD. Heildartilfærslur frá skattgreiðendum eru árlega 11 milljarðar og innflutningsverndin kostaði neytendur annað eins til skamms tíma, þó að lágt gengi krónunnar nú hafi lækkað þá upphæð. Hagsmunasamtök bænda fá af ríkisstyrknum til starfsemi sinnar. Þessi háu framlög til íslensks landbúnaðar eru öðru hverju gagnrýnd, en því miður hafa stjórnmálamenn og við sem störfum innan stjórnmálaflokka lítið látið okkur landbúnaðarkerfið varða, síðan Alþýðuflokkurinn var og hét, e.t.v. vegna skorts á þekkingu á kerfinu. Fréttir berast reglulega um að samningar stjórnvalda við bændur hafi verið framlengdir en engin umræða fer fram. Fjölmiðlar eða fræðimenn hafa lítið hjálpað okkur síðan hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfason og Guðmundur Ólafsson gagnrýndu og greindu landbúnaðarkerfið ötullega fyrir allmörgum árum. Nú hefur Þórólfur Matthíasson sett málið rækilega á dagskrá í greinum í Fréttablaðinu að undanförnu. Ég þakka honum kærlega fyrir það og þá vinnu sem hann hefur lagt í greininguna, sem er kjörin til að byggja umræðu á. Eitt af því sem gagnrýnt var eftir hrun var skortur á gagnrýni og fræðilegri greiningu á íslenska fjármálakerfinu. Horft var m.a. til fræðimanna háskóla og þeir taldir hafa brugðist íslenskum almenningi. Markmið fræðilegrar umræðu um landbúnaðarkerfið er að bæta kerfið og gera það markvissara fyrir bændur og skattgreiðendur. Með fræðilegri greiningu á landbúnaðarkerfinu eru háskólakennarar því að rækja skyldur sínar við þá sem greiða þeim laun, íslenska skattgreiðendur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun