Erlent

Auðmennirnir bænheyrðir

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar.

Auk þess á að skerpa á skattareglum varðandi fyrirtæki og hækka skatta á tóbaki og áfengi. Sextán franskir milljarðamæringar höfðu, eins og bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett, boðist til að greiða hærri skatta. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×