Sjómenn hafna frumvarpi 26. ágúst 2011 04:00 Umsagnir hagsmunaaðila um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa flestar verið neikvæðar, en af mjög mismunandi ástæðum.Fréttablaðið/GVA Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira