Sjómenn hafna frumvarpi 26. ágúst 2011 04:00 Umsagnir hagsmunaaðila um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa flestar verið neikvæðar, en af mjög mismunandi ástæðum.Fréttablaðið/GVA Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni. Þetta má lesa úr umsögnum Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda til nefndarinnar. „Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Sambandið bendir á að skip hafi nú þegar í mörgum tilvikum ekki nægar aflaheimildir til að hægt sé að gera þau út allt árið. Þetta þýði að sjómenn á þeim skipum séu atvinnulausir þegar heimildirnar klárist. „Það er óásættanlegt að sjómenn sem byggja lífsafkomu sína á sjómennsku þurfi að búa við það að kvótaaukningu sé ráðstafað til gæluverkefna stjórnvalda á meðan þeir eru atvinnulausir,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins. Þar er því einnig mótmælt að sjávarútvegsráðherra séu með frumvarpinu falin aukin völd við úthlutun fiskveiðiheimilda frá því sem nú sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til framkvæmdarvaldsins með óeðlilegum hætti, sem sé í beinni andstöðu við þau sjónarmið sem meirihluti þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. „Eins og ákvæðið lítur út í frumvarpinu hefur ráðherra nánast sjálfdæmi um að hygla ákveðnum útgerðarflokkum með lækkun á veiðigjaldinu án þess að þurfa að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“ segir í umsögninni. Í stuttri umsögn Landssambands smábátaeigenda er frumvarpinu einfaldlega hafnað. Stjórn sambandsins leggur til að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd reyni að ná sátt við smábátaeigendur um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira