Erlent

Nær 7 milljónir lífvera ófundnar

Loðinn Humar Þessi tegund krabbadýrs er loðin og blind og skyld humri. Hún fannst í fyrsta sinn árið 2005 á miklu dýpi í Suður-Kyrrahafi. Fréttablaðið/AP
Loðinn Humar Þessi tegund krabbadýrs er loðin og blind og skyld humri. Hún fannst í fyrsta sinn árið 2005 á miklu dýpi í Suður-Kyrrahafi. Fréttablaðið/AP
Á jörðinni lifa um það bil 8,8 milljón tegundir lífvera, en hingað til hafa aðeins 1,9 milljónir verið færðar til bókar. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn.

Af þessum fjölda tilheyra flest dýraríkinu, eða 7,8 milljónir, sveppategundir eru taldar rúmlega 600 þúsund og plöntur um 300 þúsund.

Þessar niðurstöður bregða ljósi á hversu skammt á veg vísindin eru í raun komin og nýjar tegundir finnast enn reglulega.

Niðurstaðan hefur vakið upp líflega umræðu þar sem sumum finnst hún jafnvel hófsöm. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×