Þjóðverjar kannski færðir skör neðar 25. ágúst 2011 05:00 kanslarinn brosir ekki sínu breiðasta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fleiri ráðamenn þar í landi hafa lengi verið ósátt við kostnaðinn sem leggst á herðar Þjóðverja við að bjarga skuldsettum evruríkjum úr vandræðum.Fréttablaðið/AP Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. Ekki er útilokað að hrina lækkana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mánuðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma. Niðurstaðan kemur ekkert sérstaklega á óvart, greiningarfyrirtækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska ríkisins í endurskoðun vegna kostnaðarsamrar endurreisnar í kjölfar hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum. Í rökstuðningi matsfyrirtækisins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkisins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórnvöld virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar. Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóðverjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda annarra og sá langi tími sem endurreisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum. Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. Ekki er útilokað að hrina lækkana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mánuðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma. Niðurstaðan kemur ekkert sérstaklega á óvart, greiningarfyrirtækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska ríkisins í endurskoðun vegna kostnaðarsamrar endurreisnar í kjölfar hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum. Í rökstuðningi matsfyrirtækisins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkisins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórnvöld virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar. Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóðverjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda annarra og sá langi tími sem endurreisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum. Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira