Þjóðverjar kannski færðir skör neðar 25. ágúst 2011 05:00 kanslarinn brosir ekki sínu breiðasta Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og fleiri ráðamenn þar í landi hafa lengi verið ósátt við kostnaðinn sem leggst á herðar Þjóðverja við að bjarga skuldsettum evruríkjum úr vandræðum.Fréttablaðið/AP Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. Ekki er útilokað að hrina lækkana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mánuðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma. Niðurstaðan kemur ekkert sérstaklega á óvart, greiningarfyrirtækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska ríkisins í endurskoðun vegna kostnaðarsamrar endurreisnar í kjölfar hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum. Í rökstuðningi matsfyrirtækisins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkisins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórnvöld virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar. Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóðverjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda annarra og sá langi tími sem endurreisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum. Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir Japans um eitt stig. Þung skuldabyrði nokkurra evruríkja gæti valdið því að þau horfi upp á sömu örlög á næstu mánuðum. Ekki er útilokað að hrina lækkana á lánshæfiseinkunnum muni ganga yfir Evrópu á næstu mánuðum. Þjóðverjar gætu horft upp á breytt lánshæfi fljótlega en Frakkar og Ítalir áður en árið er á enda. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði lánshæfi Japans um eitt stig í gær, úr Aa2 í Aa3. Lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan lækkuðu á sama tíma. Niðurstaðan kemur ekkert sérstaklega á óvart, greiningarfyrirtækið greindi frá því í maí að það væri með lánshæfi japanska ríkisins í endurskoðun vegna kostnaðarsamrar endurreisnar í kjölfar hamfaranna þar í landi í mars síðastliðnum. Í rökstuðningi matsfyrirtækisins fyrir ákvörðuninni nú er kastljósinu jafnframt beint að fjárlagahalla japanska ríkisins, mikilli skuldsetningu hins opinbera í samanburði við önnur lönd og vísað til þess að stjórnvöld virðist ekki hafa í hyggju að grynnka á skuldum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist sama sinnis í nýlegri skýrslu. Þar var bent á að skuldir hins opinbera nema nú 233 prósentum af vergri landsframleiðslu og eigi ríkisjóður erfitt með að komast á beinu brautina á næstu árum. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir fjármálasérfræðingum að ólíklegt sé að lánshæfi Japans verði lækkað frekar. Öðru máli gegnir hins vegar um stærstu löndin sem aðild eigi að myntbandalagi Evrópu. Þjóðverjum hefur lengi gramist hversu mikla byrði þeir þurfa að taka á sig til að leysa úr vanda þeirra evruríkja sem hafa lent í vanda sökum skuldasöfnunar. Andstaða þeirra við úrlausn á vanda annarra og sá langi tími sem endurreisnin hefur tekið kann nú að hafa komið í bakið á þeim í formi lægri lánshæfiseinkunnar á næstu mánuðum. Bandaríski seðlabankinn hefur þegar gripið í taumana til að ýta hagkerfinu áfram og lýst því yfir að stýrivextir verði ekki hækkaðir eins og á evrusvæðinu fyrr en á þarnæsta ári. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira