Viðskipti innlent

Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara

Höfðustöðvar Glitnis Glitnir Íslandsbanki kirkjusandur
Höfðustöðvar Glitnis Glitnir Íslandsbanki kirkjusandur
Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi.

Skilanefndin lét reyna á málið fyrir dómnum í hittifyrra. Því var vísað frá í október í fyrra þar sem það þótti ekki dómtækt.

Í báðum tilvikum er um að ræða einkamál sem skilanefndin höfðar gegn félögum feðganna. Útgerð þeirra í Bolungarvík, Jakob Valgeir ehf., tók lánið, sem hækkaði mikið í gengishruninu. Tvö félög feðganna voru í ábyrgðum fyrir láninu.

Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir var talsvert í fréttum í kringum bankahrunið vegna tengsla hans við eignarhaldsfélagið Stím. Félagið tengdist Glitni og hefur um skeið verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×