Fimm íslensk merki á tískuvikuna í París 24. ágúst 2011 08:15 Rebekka Jónsdóttir hannar undir merkinu REY og er á leiðinni á tískuvikuna í París í fyrsta sinn ásamt íslensku merkjunum Kalda, Eygló, Helicopter og Shadow Creatures. Fréttablaðið/vilhelm „Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég fer út með bjartsýnina að vopni og vonast til að næla mér í nokkra viðskiptavini," segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður en hún fer nú í fyrsta sinn á tískuvikuna í París. Rebekka hannar undir merkinu REY og hefur farið einu sinni á tískuvikuna í New York. „Þar fékk ég margoft að heyra að fatnaðurinn ætti frekar heima í París. Mér hefur verið sagt að kaupendur á tískuvikunni í París séu opnari fyrir nýjum merkjum og þori frekar að taka áhættu, þar sem þeir eru yfirleitt með meira á milli handanna," segir Rebekka, en leggur áherslu á hún sé með báða fætur á jörðinni í þessum efnum og veit að það tekur tíma að festa sig í sessi í alþjóðlega tískuheiminum. Tískuvikan í París stendur frá 27. september til 5. október og er einn af stærstu tískuviðburðum í heiminum. Stærstu hönnuðir heims sýna þar sumarlínur sínar fyrir árið 2012. Auk Rey frá Rebekku eru það Kalda, Helicopter, Shadow Creatures og Eygló en flestar eru þær að freista gæfunnar í höfuðborg tískunnar í fyrsta sinn. Það er í mörg horn að líta áður farið er á tískuviku og auk þess er Rebekka að taka á móti vetrarlínu sinni og koma henni upp í versluninni Kiosk. Þegar Fréttablaðið náði tali af Rebekku var hún stressuð þar sem einn framleiðenda hennar í Ítalíu var með eitthvert vesen. „Þetta er eins og sinfónía. Ef einn strengur slitnar fer allt að hljóma illa. En maður lærir af þessu og í þetta sinn ætla ég að vera með öll smáatriði á hreinu. Til dæmis ekki gleyma pöntunareyðublöðum eins og ég gerði í New York," segir Rebekka hlæjandi áður en hún heldur áfram að hnýta saman alla lausa enda fyrir ferðina. -áp
Lífið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira