Viðskipti innlent

Er rekinn á undanþágu FME

horft á dalvík Til stendur að selja hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og í Hrísey.Fréttablaðið/Hörður
horft á dalvík Til stendur að selja hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík og í Hrísey.Fréttablaðið/Hörður
Sparisjóður Svarfdæla hefur ekki uppfyllt lögbundið lágmark um eigið fé sem Fjármálaeftirlitið hefur sett fjármálafyrirtækjum síðastliðin þrjú ár. Til stendur að selja hlut ríkisins í sparisjóðnum. Nýir eigendur þurfa að leggja honum til á bilinu 100 til 120 milljónir króna að lágmarki til að koma honum á réttan kjöl.

„Við munum auglýsa söluferlið á næstu dögum. Ferlið tekur að öllu jöfnu sex til átta vikur og við gætum verið búin að selja hlutinn í byrjun október,“ segir Bjarki A. Brynjarsson, sérfræðingur hjá fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa. Fyrirtækið sér um sölu á níutíu prósenta hlut Bankasýslu ríkisins í sparisjóðnum. Sparisjóðurinn rekur tvö útibú, á Dalvík og í Hrísey. Hann útilokar ekki að sparisjóðurinn verði sameinaður öðru fjármálafyrirtæki.

Sparisjóður Svarfdæla átti líkt og fleiri sparisjóðir stóra hluti í Exista og Icebank auk VBS Fjárfestingarbanka og fleiri fjármálafyrirtækja sem urðu verðlaus í kringum bankahrunið.

Við fjárhagslega endurskipulagningu sparisjóðsins sem lauk í desember í fyrra fór eiginfjárhlutfall úr því að vera neikvætt um 15,2 prósent í 10,5 prósent. Lögbundið lágmark er hins vegar 16,0 prósent. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×