Hugsanavilla Hagsmunasamtakanna 23. ágúst 2011 04:15 Þórólfur Matthíasson Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vísar athugasemdum Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á bug. Andrea gerði um helgina athugasemdir við gagnrýni Þórólfs á útreikninga samtakanna. „Mér fannst undarlegt að sjá vitnað til tveggja manna tals okkar á opinberum vettvangi,“ segir Þórólfur og bætir við: „Samtal mitt við Andreu staðfesti reyndar vissu mína um í hverju er fólgin sú hugsanavilla sem liggur að baki nýjustu herferð Hagsmunasamtaka heimilanna. Villan felst í því að beitt er samlagningu þar sem margföldun á við.“ Þórólfur segist ekki munu fela Andreu Ólafsdóttir að vera blaðafulltrúi sinn og segir Andreu draga rangar ályktanir af spjalli þeirra. „Vera má að Andrea Ólafsdóttir telji að rangt sé rétt og rétt rangt. Aðrir verða að fá að vera frjálsir að því að telja rétt rétt og rangt rangt,“ segir Þórólfur. Hagsmunasamtök heimilanna sendu nýverið kvörtun til umboðsmanns Alþingis varðandi reikninga fjármálastofnana á verðtryggingu lána. Samtökin telja vafa leika á því hvort lagastoð sé fyrir viðtekinni reikningsaðferð. Lögfræðilegri greinargerð frá samtökunum fylgir dæmi þar sem borin eru saman tvö lán, annað með verðtryggðum höfuðstól og hitt með verðtryggðum greiðslum. Er komist að þeirri niðurstöðu að hagstæðara sé fyrir lántakendur að greiðslur séu verðtryggðar í stað höfuðstóls. Þórólfur segir það hins vegar ekki vera rétt, lánaform eigi ekki að hafa áhrif á heildarverðmæti lánaafborgana. - mþl Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vísar athugasemdum Andreu Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, á bug. Andrea gerði um helgina athugasemdir við gagnrýni Þórólfs á útreikninga samtakanna. „Mér fannst undarlegt að sjá vitnað til tveggja manna tals okkar á opinberum vettvangi,“ segir Þórólfur og bætir við: „Samtal mitt við Andreu staðfesti reyndar vissu mína um í hverju er fólgin sú hugsanavilla sem liggur að baki nýjustu herferð Hagsmunasamtaka heimilanna. Villan felst í því að beitt er samlagningu þar sem margföldun á við.“ Þórólfur segist ekki munu fela Andreu Ólafsdóttir að vera blaðafulltrúi sinn og segir Andreu draga rangar ályktanir af spjalli þeirra. „Vera má að Andrea Ólafsdóttir telji að rangt sé rétt og rétt rangt. Aðrir verða að fá að vera frjálsir að því að telja rétt rétt og rangt rangt,“ segir Þórólfur. Hagsmunasamtök heimilanna sendu nýverið kvörtun til umboðsmanns Alþingis varðandi reikninga fjármálastofnana á verðtryggingu lána. Samtökin telja vafa leika á því hvort lagastoð sé fyrir viðtekinni reikningsaðferð. Lögfræðilegri greinargerð frá samtökunum fylgir dæmi þar sem borin eru saman tvö lán, annað með verðtryggðum höfuðstól og hitt með verðtryggðum greiðslum. Er komist að þeirri niðurstöðu að hagstæðara sé fyrir lántakendur að greiðslur séu verðtryggðar í stað höfuðstóls. Þórólfur segir það hins vegar ekki vera rétt, lánaform eigi ekki að hafa áhrif á heildarverðmæti lánaafborgana. - mþl
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira