Íslenski boltinn

19 ár frá síðasta sigri í Búdapest

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon tryggði Íslandi sigur fyrir 19 árum.
Hörður Magnússon tryggði Íslandi sigur fyrir 19 árum. Mynd/Stefán
Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í vináttulandsleik á Ferenc Puskas-vellinum í Búdapest klukkan 17.45 í kvöld en þetta er í tíunda sinn sem þjóðirnar mætast á knattspyrnuvellinum.

Ungverjar hafa unnið fjórar síðustu viðureignir, þar af þrjár þeirra með eins marks mun, en á árunum 1992 til 1995 vann íslenska landsliðið hins vegar Ungverja þrisvar í röð.

Einn þessara sigurleikja kom í Búdapest 3. júní 1992 þar sem varamaðurinn Hörður Magnússon tryggði íslenska liðinu 2-1 sigur með marki á 73. mínútu.

Þorvaldur Örlygsson skoraði fyrra markið og jafnaði leikinn í 1-1. Ungverjar hafa unnið allar hinar þrjár viðureignir þjóðanna í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×