Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð 13. júlí 2011 03:00 Jean-Claude Juncker, fjármálaráðherra Lúxemborgar, slær blaðabunka í hausinn á Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands. Allt í gamni, væntanlega.nordicphotos/AFP Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Ástandið skánaði þegar leið á daginn, en hafði þá ýtt undir ótta við að bæði Ítalía og Spánn myndu þurfa á fjárhagsaðstoð að halda eins og Grikkland, Írland og Portúgal. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sautján hittust í Brussel bæði í gær og í fyrradag til að ræða vandann, en ræddu að vísu meira um Grikkland en Ítalíu. „Við höfum ekki talað jafn mikið um Ítalíu og búist var við vegna þess að okkar mat er að kjarni vandans og kreppunnar sé Grikkland og að lausn kreppunnar sé spurning um að bæta skuldastöðuna í Grikklandi,“ hefur fréttastofan Bloomberg eftir Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Fjármálaráðherrarnir eru að setja saman breytingar á þeirri fjárhagsaðstoð sem Grikkir hafa fengið, og velta meðal annars fyrir sér að bjóða Grikkjum lægri vexti og lengri lánstíma. Evrópusambandið útilokar auk þess ekki lengur að Grikkland fái einhverja eftirgjöf af skuldum sínum, en það þýðir að bankar og aðrir fjárfestar verði að taka á sig hluta af tjóninu. „Ráðherrarnir 17 útiloka það ekki lengur, til þess að við höfum fleiri möguleika, víðara svið að vinna með,“ sagði Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands. Hann sagði ekki við öðru að búast en að fjárfestar muni þá tapa peningum. „Annað væri þversögn. Við erum búin að höggva á hnútinn.“- gb
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira