Verðið þykir í hærri kantinum 30. júní 2011 14:00 Stjórnendur netfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa upp á síðkastið verið áhugasamir um skráningu á hlutabréfamarkað. Mynd/AP Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska netleikjafyrirtækið Zynga stígur fyrstu skrefin að skráningu á hlutabréfamarkað vestanhafs í vikunni. Fyrirtækið á og rekur netleikina Farmville og Mafia Wars, vinsælustu leikina á samskiptasíðunni Facebook. Ætlunin er að skrá aðeins tíu prósent hlutabréfa í Zyng á markað og er búist við að þau seljist fyrir allt að tvo milljarða dala, jafnvirði tæplega 231 milljarðs íslenskra króna. Miðað við þetta er heildarverðmæti Zynga á milli fimmtán og tuttugu milljarðar dala, allt að 23-faldar tekjur síðasta árs og þykir verðlagning í hærri kantinum. Búist er við svipaðri afkomu í ár. Bandaríska fréttastofan CNBC segir væntingar stjórnenda Zynga talsverðar enda horfi til mikillar gengishækkunar netleitarrisans Google síðan fyrirtækið var skráð á markað síðsumars árið 2004. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur um fimmfaldast síðan þá. Eigendur fleiri samskiptasíðna og netfyrirtækja sem skráð hafa verið á hlutabréfamarkað síðustu misserin horfa í sömu átt, svo sem LinkedIn og Renren, sem er kínverska útgáfan af Facebook. Sömuleiðis hefur verið horft til skráningar Facebook á markað næsta vor. - jab
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira