Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2011 08:00 KR-ingar leika í kvöld á Gundadalsvelli, sem er gervigrasvöllur í höfuðstaðnum Þórshöfn. Mynd/Arne List KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn renna blint í sjóinn enda hefur lítill tími gefist til undirbúnings fyrir leikinn og erfitt verið að afla sér upplýsinga um liðið. „Við mættum FH í bikarnum á fimmtudaginn og svo Grindavík á sunnudagskvöldið. Það hefur því verið þétt dagskrá hjá okkur," sagði Rúnar, en KR-ingar héldu utan í gærmorgun og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöldi. Hátíðarstemning hjá ÍFAf stigatöflu Vodafone-deildarinnar í Færeyjum að dæma eru Fuglafirðingar í mikilli lægð. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir þrettán leiki. ÍF náði fjórða sætinu í fyrra og fékk þannig þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni í ár er þetta önnur keppni og þeir eru að keppa í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Það má því gera ráð fyrir hátíðarstemningu hjá liðinu og þeir munu sjálfsagt leggja mikið á sig og spila af krafti eins og Færeyingar eru þekktir fyrir. Við þurfum að vera búnir undir það að mæta þeim af fullri hörku," bætti Rúnar við. Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar, þekkir vel til í Færeyjum, en hann lék með HB í Þórshöfn í fyrra og varð meistari með liðinu. Hann fékk sig lausan nú í vor og hefur æft með Valsmönnum að undanförnu. Þórður segir að talsvert meiri harka sé í færeysku deildinni en þeirri íslensku og að ÍF sé þekkt fyrir mikla baráttu. Færeyski boltinn miklu harðari„Það eina sem þeir gera út á er að slást og berjast. Ég var reglulega spurður hvort íslenska deildin væri ekki miklu harðari en sú færeyska en færeyski boltinn er miklu, miklu harðari. Með tilkomu knattspyrnuhúsanna hér heima hefur boltinn á Íslandi breyst mikið og leikmenn eru mun teknískari en áður," sagði Þórður og sagði lið utan Þórshafnar sérstaklega hörð í horn að taka. „ÍF er frá fiskibæ þar sem fisklyktina leggur yfir allan bæinn og knattspyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst," sagði hann og hló. „En leikmenn liðsins hika ekki við að keyra í andstæðinginn og komast oft langt á því. Þeir gætu lent í vandræðum í þessum leik ef dómarinn tekur hart á brotunum." Mun slakara lið en í fyrraHann ítrekar þó að liðið virðist vera mun slakara nú en í fyrra. „Í fyrra voru þeir góðir en arfaslakir í ár. Liðið missti marga leikmenn í vetur og hefur í raun ekki fengið mikið í staðinn. Það er í tómum vandræðum í neðri hluta deildarinnar nú en liðin þar eru talsvert lakari en þau í efri hlutanum. Það er talsverður getumunur á milli efsta liðsins og þess neðsta. Ég fékk símtal frá leikmanni KR um daginn þar sem hann spurði mig um liðið og sagði ég honum að með öllu réttu ætti þetta að vera bókaður sigur hjá KR." Passa upp á hugarfariðRúnar er þó spar á stóru orðin og leggur þeim mun meiri áherslu á að leikmenn liðsins mæti með réttu hugarfari til leiks í kvöld. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, sama við hvaða lið er verið að spila og frá hvaða landi. Innst inni gæti leynst sú trú hjá leikmönnum að þetta gæti orðið auðvelt hjá okkur en það er okkar þjálfaranna að sjá til þess að við föllum ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn." Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mætast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn renna blint í sjóinn enda hefur lítill tími gefist til undirbúnings fyrir leikinn og erfitt verið að afla sér upplýsinga um liðið. „Við mættum FH í bikarnum á fimmtudaginn og svo Grindavík á sunnudagskvöldið. Það hefur því verið þétt dagskrá hjá okkur," sagði Rúnar, en KR-ingar héldu utan í gærmorgun og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöldi. Hátíðarstemning hjá ÍFAf stigatöflu Vodafone-deildarinnar í Færeyjum að dæma eru Fuglafirðingar í mikilli lægð. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir þrettán leiki. ÍF náði fjórða sætinu í fyrra og fékk þannig þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni í ár er þetta önnur keppni og þeir eru að keppa í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Það má því gera ráð fyrir hátíðarstemningu hjá liðinu og þeir munu sjálfsagt leggja mikið á sig og spila af krafti eins og Færeyingar eru þekktir fyrir. Við þurfum að vera búnir undir það að mæta þeim af fullri hörku," bætti Rúnar við. Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar, þekkir vel til í Færeyjum, en hann lék með HB í Þórshöfn í fyrra og varð meistari með liðinu. Hann fékk sig lausan nú í vor og hefur æft með Valsmönnum að undanförnu. Þórður segir að talsvert meiri harka sé í færeysku deildinni en þeirri íslensku og að ÍF sé þekkt fyrir mikla baráttu. Færeyski boltinn miklu harðari„Það eina sem þeir gera út á er að slást og berjast. Ég var reglulega spurður hvort íslenska deildin væri ekki miklu harðari en sú færeyska en færeyski boltinn er miklu, miklu harðari. Með tilkomu knattspyrnuhúsanna hér heima hefur boltinn á Íslandi breyst mikið og leikmenn eru mun teknískari en áður," sagði Þórður og sagði lið utan Þórshafnar sérstaklega hörð í horn að taka. „ÍF er frá fiskibæ þar sem fisklyktina leggur yfir allan bæinn og knattspyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst," sagði hann og hló. „En leikmenn liðsins hika ekki við að keyra í andstæðinginn og komast oft langt á því. Þeir gætu lent í vandræðum í þessum leik ef dómarinn tekur hart á brotunum." Mun slakara lið en í fyrraHann ítrekar þó að liðið virðist vera mun slakara nú en í fyrra. „Í fyrra voru þeir góðir en arfaslakir í ár. Liðið missti marga leikmenn í vetur og hefur í raun ekki fengið mikið í staðinn. Það er í tómum vandræðum í neðri hluta deildarinnar nú en liðin þar eru talsvert lakari en þau í efri hlutanum. Það er talsverður getumunur á milli efsta liðsins og þess neðsta. Ég fékk símtal frá leikmanni KR um daginn þar sem hann spurði mig um liðið og sagði ég honum að með öllu réttu ætti þetta að vera bókaður sigur hjá KR." Passa upp á hugarfariðRúnar er þó spar á stóru orðin og leggur þeim mun meiri áherslu á að leikmenn liðsins mæti með réttu hugarfari til leiks í kvöld. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, sama við hvaða lið er verið að spila og frá hvaða landi. Innst inni gæti leynst sú trú hjá leikmönnum að þetta gæti orðið auðvelt hjá okkur en það er okkar þjálfaranna að sjá til þess að við föllum ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn."
Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira