Erlent

Forsetahjón í 35 ára fangelsi

forsetahjónin fyrrverandi Ben Ali og Leila fóru til Sádi-Arabíu um miðjan janúar og eru þar enn. Nordicphotos/afp
forsetahjónin fyrrverandi Ben Ali og Leila fóru til Sádi-Arabíu um miðjan janúar og eru þar enn. Nordicphotos/afp
Dómstóll í Túnis dæmdi í gær fyrrverandi forsetahjón landsins, Zine al-Abidine Ben Ali og Leilu Trabelsi, í 35 ára fangelsi.

Þau voru fundin sek um fjárdrátt og spillingu. Ben Ali bíður einnig dóms vegna vörslu fíkniefna og ólöglegra vopna.

Hjónin flúðu til Sádi-Arabíu í janúar eftir mánaðarlöng mótmæli í landinu. Ben Ali neitaði öllum sökum og sagði réttarhöldin skammarleg. Þau voru einnig dæmd til að greiða um 66 milljónir dala í sektir. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×