Strembin nótt Elsa Hrund Jensdóttir skrifar 16. júní 2011 10:30 Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun