Umhugsunarefni Ögmundur Jónasson skrifar 15. júní 2011 07:00 Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust komu til umræðu, og síðar atkvæðagreiðslu, á Alþingi niðurstöður og tillögur rannsóknarnefndar Alþingis sem starfað hafði fyrri hluta ársins samkvæmt einróma samþykkt Alþingis frá 12. desember 2008. Niðurstaða meirihluta þessarar rannsóknarnefndar var sú að látið skyldi á það reyna fyrir Landsdómi hvort fjórir ráðherrar hefðu rækt ráðherraábyrgð sína í aðdraganda hrunsins. Niðurstaða meirihluta Alþingis varð sú að þetta skyldi aðeins gilda um einn ráðherra, fyrrum forsætisráðherra Geir H. Haarde. Tillögurnar um hina þrjá voru felldar. Um þessa atkvæðagreiðslu ræði ég ekki frekar að sinni þótt tilefni væri til. Þetta var meirihlutavilji Alþingis. Í fréttaviðtölum og í Kastljósi Sjónvarps sagði Geir H. Haarde að hann ætlaði að „láta það eftir sér" að nafngreina þá menn sem bæru höfuðábyrgð á því hvernig fyrir sér væri komið og þar með „fyrstu pólitísku réttarhöldum Íslandssögunnar". Þetta voru Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson, sá sem þetta ritar. "Ég læt það eftir mér.“Fljótlega varð ég þess var að forsætisráðherrann fyrrverandi hafði hitt í mark gagnvart fólki sem gjarnan vildi sjá málin þróast á þann veg sem hér var lagt upp með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, lét það nú einnig eftir sér að tjá sig um þetta mál og upplýsti, landsmönnum til fróðleiks, að „Ögmundur er raunar systursonur eins skeleggasta stalínista á Íslandi, Stefáns Ögmundssonar, sem hlaut harðasta dóminn fyrir árásina á Alþingishúsið 30. mars 1949 ...". Skilgreiningin á frænda mínum og lífsviðhorfum hans er að sjálfsögðu prófessorsins en dómurinn sem þarna er vísað til fólst í því að móðurbróðir minn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi (18 mánuði í unndirrétti) og sviptur kjörgengi og kosningarétti vegna þátttöku í mótmælum gegn inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Fangelsisdómnum var ekki framfylgt af ótta við viðbrögð almennings og var safnað 27.364 undirskriftum til stuðnings þeim sem hlutu dóma. Undirskriftarlistarnir voru afhentir forseta Íslands árið 1952 en það var ekki fyrr en 30. apríl 1957 sem sakaruppgjöf var veitt. Þá höfðu sjö menn, ásamt Stefáni, verið án kosningaréttar og kjörgengis í fimm ár. "Dálítið“ en ekki fráleitt?Í leiðara Fréttablaðsins 10. júní sagði að ýmsir leiddu nú að því getum að við, fyrrgreindir meintir höfuðpaurar í Landsdómsmálinu, værum „arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi sem á sínum tíma studdi sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum." Þetta segir ritstjórinn vera „dálítið" langsótt en hitt sé þó ljóst að við stöndum að því „að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann ...". Geir H. Haarde má að sjálfsögðu láta það eftir sér að vísa stuðningsmönnum sínum á þá sem hann telur vera sína verstu óvildarmenn. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson má mín vegna láta það eftir sér að vera hann sjálfur eins og við höfum kynnst honum svo vel í gegnum árin. Er ritstjóranum alvara?En ég hefði haldið að Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins og leiðarahöfundur, hefði þurft að gera betur grein fyrir grafalvarlegum ásökunum sínum um að reglur réttarríkisins hafi verið þverbrotnar, til að koma höggi á einn mann. Eða hve vel skyldi ritstjórinn hafa gaumgæft orðaval sitt? Vefmiðillinn Pressan telur að Geir H. Haarde „hafi með snjöllum hætti snúið vörn í sókn í málsvörn sinni fyrir Landsdómi." Eflaust kann svo að vera ef menn kjósa að færa málsvörn úr málefnalegum farvegi frammi fyrir Landsdómi yfir í farveg pólitískra ærumeiðinga. Slíkur málatilbúnaður hlýtur þó að vera fleirum en mér umhugsunarefni.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun