Risar horfa til verslananna 7. júní 2011 05:00 iceland-verslun Verslanir Iceland Foods eru rúmlega sjö hundruð talsins. Þær eru sagðar verpa gulleggjum enda er arður eigenda af rekstrinum mikill. Búast má við harðri baráttu um bresku matvöruverslanakeðjuna Iceland Foods, að sögn dagblaðsins The Telegraph. Stórverslanirnar Asda og Morrison hafa fengið sérfræðinga til liðs við sig til að undirbúa tilboð í 67 prósenta hlut skilanefndar gamla Landsbankans í verslanakeðjunni. Asda er önnur umsvifamesta verslun Bretlands en Morrison í fjórða sæti. Telegraph segir verðið geta numið 1,5 milljörðum punda, jafnvirði 280 milljarða króna. Blaðið segir jafnframt forsvarsmenn annarra verslana bera víurnar í Iceland Foods. Þar á meðal sé bandaríska risakeðjan Walmart. Þá telur blaðið ekki útilokað að Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, reyni að kaupa matvörukeðjuna. Hann á um 26 prósenta hlut með öðrum stjórnendum og hefur áður lýst yfir áhuga á að eignast verslunina. Þá spillir ekki fyrir að eignarhlutinn veitir honum rétt til að bjóða gegn þeim sem á hæsta boðið í matvörukeðjuna. Fram kom á fundi skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans fyrir skemmstu að stefnt væri að því að selja keðjuna fyrir áramót.- jab Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Búast má við harðri baráttu um bresku matvöruverslanakeðjuna Iceland Foods, að sögn dagblaðsins The Telegraph. Stórverslanirnar Asda og Morrison hafa fengið sérfræðinga til liðs við sig til að undirbúa tilboð í 67 prósenta hlut skilanefndar gamla Landsbankans í verslanakeðjunni. Asda er önnur umsvifamesta verslun Bretlands en Morrison í fjórða sæti. Telegraph segir verðið geta numið 1,5 milljörðum punda, jafnvirði 280 milljarða króna. Blaðið segir jafnframt forsvarsmenn annarra verslana bera víurnar í Iceland Foods. Þar á meðal sé bandaríska risakeðjan Walmart. Þá telur blaðið ekki útilokað að Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland Foods, reyni að kaupa matvörukeðjuna. Hann á um 26 prósenta hlut með öðrum stjórnendum og hefur áður lýst yfir áhuga á að eignast verslunina. Þá spillir ekki fyrir að eignarhlutinn veitir honum rétt til að bjóða gegn þeim sem á hæsta boðið í matvörukeðjuna. Fram kom á fundi skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans fyrir skemmstu að stefnt væri að því að selja keðjuna fyrir áramót.- jab
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira