Pólitískar skopparakringlur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. maí 2011 06:00 Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nýleg skýrsla svonefndar Verðtryggingarnefndar opinberar, óvænt kannski, djúpstæða kreppu í íslenskum stjórnmálum. Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahagslegum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur. Nú er þörf á því sem aldrei fyrr að leggja spilin á borðið af raunsæi og að væntingar taki mið af efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins. Varast ber að láta eins og þeim vanda sem fjölmargir standa frammi fyrir eftir langvarandi góðæri og á köflum aðgátslitla einkaneyslu sé hægt að þeyta eitthvert út í buskann og þar með sé hann horfinn. Fjórir nefndarmanna í Verðtryggingarnefndinni undir forystu tveggja alþingismanna tóku sér því miður þessa stöðu á pólitíska leiksviðinu með tillögum sem þeir hafa kynnt í tveimur greinum í Fréttablaðinu. Fjórmenningarnir boða það sem skuldugir vilja sjálfsagt helst heyra, að þeir muni ekki þurfa að borga skuldir sínar að fullu. Lagt er til að raunvextir verði lækkaðir á gildandi lánum með handafli og beinlínis nefnt að tiltekin vaxtaprósenta sé á við 20% lækkun höfuðstóls skuldarinnar. Eflaust er það einlægur vilji tillögumannanna að bæta efnahag skuldugs fólks, en þeim er það vel ljóst og það kemur fram í skýrslunni að aðrir muni greiða reikninginn. Skuldir hverfa ekki heldur aðeins færast til. Það sem einn sleppur við verður annar að borga. Það er kjarni málsins. Hinir góðhjörtuðu nefndarmenn ætla með tillögu sinni lífeyrisþegunum að borga. Ellilífeyrir,sem lífeyrissjóðirnir greiða, verður lækkaður gangi tillögurnar eftir, bæði þeirra sem nú þegar taka út sinn lífeyri og eins hinna sem á næstu árum munu fara á eftirlaun. Þetta eru líklega milljarðatugir á hverju ári sem velta á frá þeim sem skulda yfir á herðar hinna sem hafa lagt fyrir til elliáranna. Gamla fólkið á að borga. Bæta á gamla fólkinu upp tekjuskerðinguna að einhverju leyti með því að hækka bætur almannatrygginga úr ríkissjóði. Það fylgir ekki tillögunum hverjir eigi að borga þessi auknu ríkisútgjöld. Það gleymdist. Svona málflutningur er vandamál en ekki lausn og lýsir alvarlegri pólitískri kreppu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar