Lömbin voru nýdáin og vitin full af sandi 25. maí 2011 04:00 Helgi V. Jóhannsson og Sigurdís Þorláksdóttir segja síðustu daga hafa verið hræðilega. Kindur og lömb hafa drepist og hross hafa ekki skilað sér heim til þeirra á Arnardranga. Þau vona þó að hrossin komist heim og þykir þeim útlitið betra nú en fyrstu dagana eftir að gosið hófst. fréttablaðið/valli Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is Grímsvötn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Undir öskunni Hjónin vita ekki hversu margar kindur þau misstu vegna öskunnar úr Grímsvötnum. fréttablaðið/valli Hjónin á Arnardranga í Landbroti hafa upplifað miklar hremmingar á síðustu dögum. Nokkrar kindur á bænum hafa drepist og hrossin þeirra tvö hafa enn ekki skilað sér heim í hús. Helgi V. Jóhannsson, bóndi á Arnardranga, heldur þó enn í vonina um að hrossin finni leiðina heim. Hann gekk fram á þrjú dauð lömb í gærmorgun þegar hann var að gefa fénu og segist aldrei hafa upplifað neitt eins erfitt og gosið í Grímsvötnum. „Lömbin voru alveg nýdáin og ennþá lin. Vitin voru öll full af sandi,“ segir Helgi. „En ég gekk líka fram á nokkur lömb sem lágu undir öskunni og voru alveg að búa sig undir að fara. En ég náði að koma þeim í hús.“ Um 20 björgunarsveitarmenn komu að Arnardranga á mánudag til að aðstoða Helga og Sigurdísi Þorláksdóttur, húsfreyjuna á bænum, við smölun. Sigurdís segir að engin leið sé að vita eins og er hversu margar kindur skiluðu sér heim. Hún á erfitt með að lýsa þeirri líðan sem helltist yfir hana þegar eldgosið skall á. „Þetta er bara ömurlegt, algjörlega ömurlegt. Maður átti nú von á ýmsu, en ekki þessu,“ segir Sigurdís. Helgi segir að það sé flókið að kveðja dýrin sín, hvernig svo sem dauða þeirra beri að. „Það er flókið að taka sér það vald að ákveða hverjar eiga að deyja og hverjar að lifa þegar kindurnar eru leiddar til slátrunar. En þetta er það sem við lifum á. Og nú virðist sem náttúran hafi tekið þessa ákvörðun fyrir okkur,“ segir hann. Útlitið á Arnardranga var þó betra í gær heldur en fyrstu tvo dagana eftir að gosið hófst. Helgi segist hafa tekið þá ákvörðun að líta jákvæðum augum á dagana fram undan. „Þetta er allt önnur líðan í dag. Maður sér nú sólina þarna bak við. Við fundum hana ekki í gær,“ segir bóndinn á Arnardranga. sunna@frettabladid.is
Grímsvötn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira