Lífið

Magnað hjá Gusgus

sjöunda platan Biggi Veira, Daníel Ágúst og félagar í Gusgus eru mættir með nýja plötu.fréttablaðið/stefán
sjöunda platan Biggi Veira, Daníel Ágúst og félagar í Gusgus eru mættir með nýja plötu.fréttablaðið/stefán
Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánudaginn. Erlendir dómar um plötuna eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckinglemons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabian Horse séu framúrskarandi góð.

Tíu lög eru á plötunni og syngur Högni Egilsson úr Hjaltalín í þremur þeirra, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá. Daníel Ágúst syngur í sex lögum og Urður Hákonardóttir í þremur. Undirbúningur fyrir plötuna hófst í sumarbústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og taktarnir ákveðnir. Á meðal gestaspilara eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson, sem spilar á harmóníku og banjó.

Útgáfutónleikar vegna Arabian Horse verða haldnir í Hörpunni seint í júní eða í byrjun júlí. Gusgus kemur einnig fram á LungA-hátíðinni á Seyðisfirði 16. júlí. Tónleikaferð erlendis er svo fyrirhuguð haustið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×