Clinton, Ísland og norðurslóðir Össur Skarphéðinsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum. Íslandi og Bandaríkjunum er svo vitaskuld báðum annt um að efla rannsóknir og eftirlit með viðkvæmu vistkerfi norðursins. Á öllum þessum sviðum náðust mikilvægir áfangar á afar jákvæðum og vinsamlegum fundi mínum og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington á miðvikudag. Í fyrsta lagi sammæltumst við um að hefja þegar í stað vinnu við viljayfirlýsingu um samstarf á vettvangi norðurslóða, ekki síst akademískra rannsókna. Í öðru lagi lýsti Clinton utanríkisráðherra fullum vilja til að vinna að alþjóðlegum samningu um varnir gegn olíuslysum á norðurhöfum. Í þriðja lagi var mikilvægt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna undirstrikaði eindreginn vilja Bandaríkjanna til nota Hafréttarsáttmálann til að setja niður deilur sem upp kunna að koma um landamæri á norðurslóðum. Það eyðir öllu lagalegu tómarúmi ef deilur spretta og dregur þar með úr líkum á spennu í norðurhöfum. Í fjórða lagi var mjög mikilvægt að stefna Íslands um að koma upp alþjóðlegri miðstöð björgunar og leitar á Íslandi, til að tryggja öryggi á því víðfeðma svæði sem Ísland mun bera ábyrgð á þegar nýting norðuslóða eykst, á hljómgrunn hjá Bandaríkjunum. Þó engar skuldbindingar hafi verið gefnar af hálfu Hillary Clinton á frumstigi viðræðna er ljóst að við eigum í henni hauk í horni. Samvinna á norðurslóðum er því að verða nýr burðarás í samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í kjölfar fundar utanríkisráðherra þjóðanna tveggja nú í vikunni.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun