Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 14. maí 2011 07:00 Ráðstefna um konur og karla Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfirskriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. Fréttablaðið/GVA Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira