Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld 17. maí 2011 21:00 Nordicphotos/Getty Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm
Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira