Alltaf þörf á góðum forritum 12. maí 2011 05:00 höfundur airserver Fjöldi heimsókna á vefsíðuna þar sem hugbúnaðurinn AirServer er seldur fór úr sjötíu á dag í tíu þúsund eftir umfjöllun erlendra tímarita.Fréttablaðið/ANTon „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab Fréttir Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
„Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. Fyrir hálfum mánuði hóf fyrirtækið sölu á hugbúnaðinum AirServer. Hann gerir þeim sem eiga tækjabúnað frá Apple, svo sem iPad, iPod Touch og iPhone-snjallsíma, kleift að streyma hljóð- og myndefni úr tækjunum í annan tækjabúnað frá Apple og spila efnið í borð- og fartölvum sem tengja má við sjónvarp. Fyrir á markaðnum var hugbúnaðurinn Banana TV. AirServer kostar þrjá Bandaríkjadali, rúmar 340 krónur, sem er þriðjungur af verði hugbúnaðar keppinautarins, auk þess að búa yfir fleiri möguleikum. Þar að auki er hægt að keyra hugbúnaðinn á tæplega tíu ára gömlum Apple-tölvum. Hugbúnaðinn byggir Pratik á öðrum forritum sem hann hefur smíðað í gegnum tíðina, svo sem Remote HD, sem um nokkurt skeið var á lista forritaverslunar Apple (AppStore) yfir þau forrit sem seldust best og skiluðu hvað mestu í kassann. Helstu fjölmiðlar heims sem fjalla um tölvur og tækni ráku augun í hugbúnaðinn fljótlega eftir að hann kom á markað og hafa skrifað um hann lofsamlegar greinar. Þar á meðal eru MacWorld, Wired, Gizmodo og Wall Street Journal. Eins og fram kom í ítarlegu viðtali við Pratik í Fréttablaðinu seint í síðasta mánuði stofnaði hann App Dynamic fyrir um ári. Hann hefur búið til ýmsan hugbúnað fyrir tækjabúnað frá Apple sem hann hefur selt með góðum árangri í forritaverslun Apple. AirServer er hins vegar fyrsta forrit Pratiks sem hann kýs að selja sjálfur fremur en í versluninni. Pratik segir erlend tæknifyrirtæki hafa sýnt hugbúnaði hans mikinn áhuga og hann eigi í viðræðum við alþjóðleg fyrirtæki um smíði sambærilegs hugbúnaðar fyrir sjónvörp. Þeir sem vilja geta skoðað hugbúnaðinn á vefsíðunni www.airserverapp.com.- jab
Fréttir Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira