Á að senda skattborgurunum reikninginn? Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. maí 2011 07:00 Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið. Nú vill svo til að Hagstofan hefur nýverið birt gögn um þessar skuldir. Samkvæmt þeim voru nettóskuldir sjávarútvegsins 450 milljarðar króna í árslok 2009. Nauðsynlegt er að tala um nettóskuldir. Þá er búið að draga frá birgðir, sem geta verið mis miklar um áramót og skekkja myndina sé ekki tekið tillit til þeirra í samanburði. Þetta er ekki lág tala, en hún er óralangt frá þeim ýkjufréttum sem sagðar hafa verið af skuldum greinarinnar. Tölur Hagstofunnar eru í samræmi við það sem áður hefur komið fram frá útgerðunum og það sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði um mitt ár í fyrra. Í máli hennar kom fram að 82% lána til sjávarútvegsfyrirtækja væru í skilum, 10% í endurskipulagningu, 8% á athugunarlista og vanskil engin. Þegar horft er til allra útlána bankans til fyrirtækja eru 46% í skilum, 41% í endurskipulagningu, 9% á athugunarlista og 4% í vanskilum. Þessar tölur tala sínu máli og ástæða til þess að leggja þær á minnið til þess að forðast óábyrgt tal um sjávarútveginn. Að hvíla stáliðEn rétt er það hins vegar að sjávarútvegurinn er skuldugri nú en áður. Og hvernig ætli standi á því? Í öllum fiskveiðiréttarkerfum, þar sem takmarka þarf aðgang að auðlindinni, verður tilhneiging til þess að draga úr sóknartengdum kostnaði. Aðlaga afköst skipastólsins að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sem betur fer. Það er ekki mikil skynsemi í því að vera með ofvaxinn skipastól, sem ekki er hægt að beita til veiða. Við kölluðum það oft að hvíla stálið, hér áður og fyrr. Það er líklegra til árangurs fyrir útgerðirnar, sjómennina, starfsfólkið í sjávarútvegsfyrirtækjunum og umfram allt þjóðarbúið, að sækja hinn takmarkaða afla með sem minnstum tilkostnaði. Það er meðal annars forsenda þess að sá sem hefur heimild til að nýta auðlindina geti greitt eigandanum, ríkinu, það afgjald sem við teljum eðlilegt. Ein forsenda þess er að binda ekki óþarflega mikið fjármagn í skipum, sem ekki má nýta nema með takmörkuðum hætti til veiða. Svo virðist sem margir skauti framhjá þessari augljósu staðreynd. Fyrir vikið verður umræðan svo ruglingsleg, eins og við höfum svo lengi fylgst með. Aukin hagkvæmniÍ fiskveiðiréttarkerfi, eins og kvótakerfinu, reyna menn að draga úr hinum sóknartengda kostnaði. Fækka skipunum, en nýta þau betur og hagkvæmar. Heildartekjurnar minnka hvorki né vaxa fyrir vikið, en afraksturinn verður meiri. Þetta er einn meginkostur þess aflahlutdeildarkerfis sem við búum við. Í okkar sjávarútvegskerfi er það útgerðin sem fjármagnar þessa mikilvægu aðlögun skipastólsins að afrakstursgetunni. Og auðvitað á það sinn þátt í skuldum greinarinnar. Það er hins vegar sjávarútvegurinn sjálfur sem ábyrgð ber á þessum skuldum. Ekki ríkissjóður og ekki skattborgararnir. Það hlýtur að vera aðalatriði. Reikningurinn sendur skattborgurunumÍ öðrum ríkjum reyna menn líka að laga afkastagetuna í flotanum að afrakstursgetu fiskistofnanna. En almennt eru það ekki útgerðirnar sem borga brúsann, heldur ríkissjóðirnir. Á mæltu máli; það eru skattborgararnir sem fá reikninginn. Tökum dæmi um ESB. Evrópusambandið er með gríðarlega víðáttumikið styrkjakerfi fyrir sjávarútveg, sem á ensku heitir European fisheries fund (EFF). Þessir styrkir ná til áranna 2007 til 2013 og nema alls um 700 milljörðum króna, eða 100 milljörðum á ári. Til fróðleiks eru tekjur íslenska ríkisins á þessu ári áætlaðar um 470 milljarðar og tekjuskattur einstaklinga í kring um 110 milljarðar. ESB ver sem sagt árlega álíka upphæð í styrki til sjávarútvegsins og svarar til alls tekjuskatts einstaklinga hér á landi. Álitlegur hluti þessara fjármuna rennur til þess að draga úr flotastærð og betrumbóta á skipum og skyldra hluta. Þessir styrkir nema 185 milljörðum á tímabilinu, eða 25 milljörðum á ári. Hvort er meira í þágu almannahagsmuna?Þetta er munurinn. Okkar sjávarútvegur tekur á sig kostnaðinn við að aðlaga flotann að því sem við megum fiska. Skattborgararnir fá sendan reikninginn frá útgerðum innan ESB. Er það sú leið sem menn vilja fara? Hvor leiðin er betri og réttlátari, sú sem sendir útgerðarmönnunum reikninginn eða sú sem sendir hann til skattborgaranna? Og svo ég riti hér á blað hugtak, almannahagsmunir, sem menn nota svo oft í þjóðmálaumræðunni um þessar mundir og spyrji enn: Hvort þjónar almannahagsmunum betur, að láta útgerðirnar sjá um þessa nauðsynlegu aðlögun, eða fela almenningi í landinu að gera það með aurunum úr veskinu sínu?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun