Erlent

Tökin hert með nýjum reglum

Á Evrópuþinginu Blaðamenn hafa afhjúpað mútuþægni þingmanna.
Nordicphotos/AFP
Á Evrópuþinginu Blaðamenn hafa afhjúpað mútuþægni þingmanna. Nordicphotos/AFP
Evrópuþingið hefur hert reglurnar um umgengni þingmanna og þrýstihópa. Allir þrýstihópar sem vilja fá aðgangskort að þinginu verða að skrá sig, og þingmenn sem bera aðalábyrgð á lagafrumvörpum verða að gera grein fyrir því hvaða þrýstihópa þeir hafi hitt á meðan gerð frumvarpa stóð.

Sænskir þingmenn eru ekki vissir um að þessar reglur hefðu nægt til þess að koma í veg fyrir nýjasta mútuhneykslið á þinginu, sem olli miklum titringi í mars síðastliðnum.

Þá komu blaðamenn Sunday Times upp um þrjá þingmenn með falinni myndavél. Á upptökunum má sjá þingmennina, sem eru frá Austurríki, Slóveníu og Rúmeníu, ræða aðferðir og þóknun við blaðamennina. Þingmennirnir töldu blaðamennina tilheyra þrýstihópi úr fjármálageiranum sem hefði áhyggjur af lagafrumvarpi um aukið bankaeftirlit.

Austurríski þingmaðurinn sagði það engan vanda að hafa áhrif á nefndarmenn. Slóvenski þingmaðurinn ræddi þóknun upp á 100 þúsund evrur, eða rúmar 16 milljónir króna, að því er segir á vef Sænska dagblaðsins. Sá rúmenski sendi reikning upp á 12 þúsund evrur, eða um 2 milljónir króna.

Hann kvaðst hvorki hafa gert neitt ólöglegt né það sem væri óeðlilegt í húsinu. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×