Æskuvinirnir frá Kaliforníu 5. maí 2011 16:00 Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Gríngengið Lonely Island getur ekki birt myndband á Youtube án þess að milljónir manna horfi á það. Ný plata er á leiðinni frá genginu og á meðal gesta eru Justin Timberlake og sjálfur Michael Bolton. Gríngengið Lonely Island sendir frá sér aðra breiðskífu sína seinna í maí. Platan heitir Turtleneck and Chain og fylgir eftir Incredibad sem kom út árið 2009. Lonely Island gengið samanstendur af æskuvinunum Akiva Schaffer, Jorma Taccone og Andy Samberg, en þeir byrjuðu að semja grínlög og framleiða myndbönd í grunnskóla í Kaliforníu. Þeir reyndu að koma sér á framfæri á ýmsan hátt þangað til Lorne Michaels, skapari skemmtiþáttanna Saturday Night Live, tók eftir því sem þeir voru að gera og bauð þeim starf í þætti sínum. Saman sömdu þeir svo grínlagið Lazy Sunday, myndbandið var sýnt í Saturday Night Live og sló samstundis í gegn á netinu. Eftir það fylgdu gríðarlega vinsæl myndbönd á borð við Dick in a Box, sem Justin Timberlake flutti ásamt Andy Samberg, Like a Boss, sem skartaði leikaranum Seth Rogen, og Jizz in My Pants en mynbandið við það má sjá hér fyrir ofan. Justin Timberlake hefur verið duglegur við að starfa með Lonely Island genginu. Hann kemur fram í laginu Motherlover, sem er eflaust elsta lagið á nýju plötunni. Myndbandið við lagið sló rækilega í gegn á netinu, eins og reyndar myndbönd hópsins. Snoop Dogg, Akon, Rihanna, Nicki Minaj, John Waters, Beck og enginn annar en Michael Bolton eru á meðal gesta á nýju plötunni. Lög Lonely Island eru ekki aðeins fyndin heldur afar grípandi tónlistarlega, en þar hafa þeir mikið á forskot á kollega sína í grínbransanum. Talað er um að það geti reynst erfitt fyrir Lonely Island gengið að toppa fyrri plötuna, en Chris Coplan, blaðamaður vefritsins Consequence of Sound, segir ný lög á borð við hið magnaða I Just Had Sex benda til þess að það eigi helling inni. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira