Lífið

Tónleikar fyrir BBC

Radiohead spilar plötuna The King of Limbs í heild sinni fyrir BBC.
Radiohead spilar plötuna The King of Limbs í heild sinni fyrir BBC.
Enska hljómsveitin Radiohead ætlar að flytja nýjustu plötu sína, The King of Limbs, í heild sinni fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Tónleikarnir verða hluti af Live From The Basement tónleikaröð BBC og verða þeir sýndir 1. júlí. Upptökustjóri tónleikanna verður Nigel Godrich sem stjórnaði einnig upptökum á The King of Limbs.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Radiohead spilar mörg laganna af plötunni á tónleikum og væntanlega í eina sinn sem sveitin spilar plötuna í í heild sinni í réttri röð. The King of Limbs kom út í föstu formi 18. febrúar og er hún í sjöunda sæti á breska breiðskífulistanum. Platan, sem er sú áttunda í röðinni frá Radiohead, hefur fengið misjafnar viðtökur. Fæstir telja hana á meðal bestu verka sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×