Loksins góðar fréttir frá Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 2. maí 2011 06:00 Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það var stór dagur fyrir Palestínu í gær þegar gengið var frá samkomulagi milli Fatah, Hamas og annarra pólitískra afla í Palestínu um sættir, bráðabirgðastjórn og kosningar. LOKSINS, LOKSINS góðar fréttir frá Palestínu. Ég leyfi mér að gleðjast innilega, enda ástæða til, en á hinn bóginn held ég í mér andanum þar til samkomulagið hefur verið undirritað og séð verður fram á heiðarlega framkvæmd. Vonbrigðin hafa of oft og of lengi verið hlutskipti okkar sem fylgjumst með fréttum frá þessum heimshluta. Nú er lítið annað að gera en leggjast á hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það er hægt að gera kröfur til okkar stjórnvalda um að þau grafi ekki undan sjálfsákvörðunarrétti og sjálfstæði palestínsku þjóðarinnar, heldur hafni stefnu Ísraels og Bandaríkjanna, hótunum þeirra og hefndarverkum gegn einingu Palestínumanna. Einangrunarstefna gegn Hamas og PLOEvrópusambandið hefur einnig fylgt þeirri stefnu og neitað að viðurkenna á borði rétt Palestínumanna til að kjósa sér ríkisstjórn. Evrópusambandið styður og tekur þátt í einangrunarstefnu Ísraels og Bandaríkjanna gagnvart Hamas, og stimpla þau sem hryðjuverkasamtök. Það er sama stefna og sneri að Fatah og PLO, Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Yassers Arafat, einmitt á þeim tíma sem PLO viðurkenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis með sjálfstæðisyfirlýsingunni árið 1988. Þá fékk „hryðjuverkamaðurinn“ Arafat ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og flytja þurfti Allsherjarþingið frá New York til Genfar svo að Arafat gæti ávarpað það. Hin sögulega eftirgjöfPalestínska þjóðin og öll stjórnmálaöfl hennar, þar með talin Hamas, hafa lýst yfir vilja til að stofna sjálfstætt ríki innan landamæranna frá 1967. Í því felst söguleg eftirgjöf á 78% af landi Palestínu undir Ísraelsríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza og Vesturbakkanum með Austur-Jerúsalem sem höfuðborg nær aðeins yfir 22% upphaflegrar Palestínu. Eftirgjöfin jafngildir viðurkenningu á ÍsraelsríkiÍ þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft. Þannig er áróðurinn endurtekinn aftur og aftur, um að Hamas-samtökin vilji Ísraelsríki burt af landakortinu, þótt viðurkenning þeirra hafi í raun verið komin fram árið 2003 hjá Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-samtakanna, ári áður en hann var myrtur í sínum hjólastól með loftárás í mars 2004. Þegar Hamas-samtökin hófu stjórnmálaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árið 2005 og tóku þátt í kosningum til löggjafarþings á herteknu svæðunum árið 2006 staðfestu þau þessa afstöðu. Þessar kosningar byggja á Óslóarsamningnum við Ísrael frá árinu 1993 sem setur ramma fyrir þessa stjórnskipan. Þátttaka í þeim felur því líka í sér viðurkenningu á tilvist Ísraelsríkis. Viðurkenning á sjálfstæði PalestínuÞað reynir á ríkisstjórn Íslands og sérstaklega utanríkisráðherrann, hvort fylgt verður samhljóða stefnu Alþingis, sem mótuð var í maí 1989 og áréttuð síðan, þar sem kveðið er á um viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar, eða hvort farið verður í gamla farið að láta Ísrael og Bandaríkin ráða ferðinni í samskiptum við Palestínumenn. Það er sú leið sem Evrópusambandið hefur því miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð orð og ályktanir á Evrópuþinginu. Það eru hins vegar ýmis merki þess að mörg Evrópusambandsríki séu búin að fá meira en nóg af framferði Ísraelsríkis og breytt stefna sé í uppsiglingu hjá ESB. Þannig hefur heyrst að jafnvel Bretland og Frakkland muni viðurkenna sjálfstæði Palestínu í haust, eins og meirihluti Sameinuðu þjóðanna gerði strax um 1988 og á síðasta ári bættust mörg Suður-Ameríkuríki við sem losað hafa sig undan ofurvaldi Bandaríkjanna. Danmörk, Noregur og fleiri ríki hafa verið að hækka stjórnmálasambandið á hæsta stig, næst viðurkenningu sjálfstæðis. Verður Ísland fyrst?Ísland hefur áður sýnt frumkvæði í að viðurkenna nýfrjáls ríki í Eystrasaltinu, en ekki hefur heyrst nú af slíku. Enn gæti þó Ísland orðið fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæða Palestínu. Þann 1. júní 2010 í kjölfar árása Ísraelshers á hjálparskip á leið til Gaza og níu sjálfboðaliðar voru myrtir af ísraelskum sérsveitarmönnum á alþjóðlegu hafsvæði, brást Alþingi við með meirihlutasamþykkt utanríkismálanefndar. Þar var meðal annars kveðið á um að utanríkisráðherra skyldi fara til Gaza með hjápargögn. Ráðherra hafði áður lýst hug sínum á sama veg í þessu sambandi mánuði áður á aðalfundi Félagsins Ísland-Palestína. Enn hefur ekki orðið af þessari ferð. Það er alls ekki of seint fyrir Össur Skarphéðinsson að fara til Gaza. Segja má að ferðin sé brýnni nú en áður og kæmi enn frekar út sem jákvæður og mikilvægur stuðningur við það sáttaferli sem er að hefjast og ráða mun úrslitum fyrir palestínsku þjóðina. Lifi frjáls Palestína!
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun