

30 milljónir til atvinnumála kvenna
Upphaflega var markmið styrkveitinganna að draga úr atvinnuleysi í röðum kvenna sem þá var töluvert, jafnframt því að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Þessi markmið eiga við enn í dag. Sú staðreynd blasir við að konur eiga einungis fjórðung fyrirtækja í landinu og því er styrkjunum einnig ætlað að auka hlut þeirra í fyrirtækjarekstri. Enn fremur hafa rannsóknir sýnt að konur fá aðeins fimmtung styrkja sem í boði eru og því er nauðsynlegt að vega upp á móti þeim mun með sértækum styrkveitingum sem þessum.
Styrkir til atvinnumála kvenna eru ætlaðir konum sem vinna að góðum viðskiptahugmyndum og verkefnum. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna og feli í sér nýnæmi eða nýsköpun. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunarstigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjungar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetningar, vöruþróunar og hönnunar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar.
Verkefni sem hlotið hafa styrki í gegnum tíðina eru afar fjölbreytt á sviði framleiðslu, hönnunar og þjónustu af ýmsu tagi. Sem dæmi um styrkveitingar síðustu ára má nefna styrki til þróunar á morgunkorni, barnamat og heilsusamlegum birkisafa, markaðssetningar á blásturshljóðfæraviðgerðum, vöruþróunar á heimagerðum ís, baðhúss í Stykkishólmi auk verkefna á sviði hönnunar af ýmsu tagi. Af þessari upptalningu má sjá að fjölbreytnin er mikil enda kraftur í nýsköpun kvenna um þessar mundir.
Í þarfagreiningu sem gerð var í fyrra meðal styrkhafa síðustu ára voru konurnar beðnar um að meta þýðingu styrkjanna fyrir sig. Fyrir utan þann augljósa ávinning að fá fjármuni til að koma verkefnum sínum áfram bar öllum saman um að viðurkenningin sem fólst í styrkveitingu væri þeim afar mikilvæg og hvatning til að halda áfram og vinna enn harðari höndum að því að gera verkefnin að veruleika.
Með styrkjum sem þessum er tvímælalaust stuðlað að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hagsbóta.
Í ár bárust 338 umsóknir hvaðanæva af landinu og hafa aldrei borist fleiri. 30 milljónir króna eru til úthlutunar og hefur ráðgjafarnefnd metið umsóknir á undanförnum vikum. Að þessu sinni hljóta 42 konur styrki og mun afhendingin fara fram í Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík kl. 13.00 í dag.
Listi yfir styrkhafa er á heimasíðu verkefnisins, www.atvinnumalkvenna.is.
Skoðun

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar

Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga
Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta
Magnús Karl Magnússon skrifar

Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft?
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar

Stöndum með börnum
Jón Pétur Zimsen skrifar

„Án orku verður ekki hagvöxtur“
Jón Skafti Gestsson skrifar

Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor
Engilbert Sigurðsson skrifar

Flosa í formanninn
Jónas Már Torfason skrifar

VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu
Harpa Sævarsdóttir skrifar

Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir
Gunnar Úlfarsson skrifar

Sólarhringur til stefnu
Flosi Eiríksson skrifar

Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar?
Þórhildur Halldórsdóttir skrifar

Sjálfbærni og mikilvægi háskóla
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar

Að kenna eða ekki kenna
Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar

Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær
Aríel Pétursson skrifar

Nú ertu á (síðasta) séns!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Opið bréf til allra félagsmanna VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Táknrænar 350 milljónir
Sigmar Guðmundsson skrifar

Átök Bandaríkjanna við Evrópu
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar

Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna
Aron Heiðar Steinsson skrifar

„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu
Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar

Gull og gráir skógar
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Afstaða háskólans
Björn Þorsteinsson skrifar

Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn
Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar

Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar