Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Stefán Benediktsson skrifar 28. apríl 2011 00:00 Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun