Með tvö lög í þáttunum So You Think You Can Dance 27. apríl 2011 11:00 „Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Þetta er frekar kúl. Ég horfi alltaf á þættina. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds, sem á tvö lög í næstu þáttaröð af So You Think You Can Dance sem fer í loftið í lok maí. Ólafur tekur fram að enn eigi eftir að klippa þættina en miklar líkur séu þó á að lögin tvö, Kjurrt og Gleypa okkur, verði í þáttunum. „Maður veit aldrei hvað endar í sjónvarpi og hvað ekki," segir hann varkár. Lögin eru af síðustu plötu Ólafs, …And They Have Escaped the Weight of Darkness sem kom út í fyrra. Þau eru bæði mjög róleg en tveir dansarar í þáttunum völdu þau fyrir dansatriði sín. Næsta þáttaröð So You Think You Can Dance verður sú áttunda í röðinni. Að meðaltali horfðu um fimm milljónir Bandaríkjamanna á síðustu þáttaröð og því er ljóst að kynningin fyrir Ólaf er mikil. Stutt er síðan hann gerði samning við bandarísku umboðsskrifstofuna CAA, sem er ein sú virtasta í heiminum. Hún er með stjörnur á borð við Steven Spielberg, Opruh Winfrey og Brad Pitt á sínum snærum. Ólafur segir aðspurður að geggjað hafi verið að heimsækja höfuðstöðvar fyrirtækisins í Los Angeles. „Þetta er skýjakljúfur með gati í gegn. Ég var á ódýrum bílaleigubíl og lagði fyrir utan í kringum Lamborghini- og Maserati-bíla," segir hann og hlær. Ólafur fékk enga greiðslu fyrir að undirrita samninginn við CAA en ef hann fær verkefni við kvikmyndatónlist fær hann töluvert fyrir sinn snúð. Það verður að teljast líklegt því hann fékk góð viðbrögð við tónlist sinni í Hollywood-myndinni Another Happy Day með Sam Levinson, Ellen Barkin, Kate Bosworth og Demi Moore í aðalhlutverkum. „Ég var úti í fimm vikur og þeir [fulltrúar CAA] sendu mig á fundi á hverjum degi. Þeir vildu láta mig kynnast öllum í bransanum og ég fór á fundi með öllum indí-upptökustjórunum og kvikmyndaverunum. Ég fór til Warner, Fox og Disney, sem var mjög gaman." Ólafur er staddur heima á Íslandi þessa dagana við upptökur á næstu plötu sinni en stefnir á að fara aftur út til Los Angeles í haust. Í sumar spilar hann á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, auk þess sem hann er að taka upp nýja plötu þjóðlagasveitarinnar Árstíða. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira