Erlent

Morðingi rændi fórnarlömbin

Leikur enn lausum hala Lögreglunni á Fjóni hefur orðið lítið ágengt í rannsókn sinni á morðinu við Óðinsvé í síðustu viku. 
NordicPhotos/AFP
Leikur enn lausum hala Lögreglunni á Fjóni hefur orðið lítið ágengt í rannsókn sinni á morðinu við Óðinsvé í síðustu viku. NordicPhotos/AFP
Lögreglan á Fjóni hefur nú lýst eftir manni í tengslum við morðið á hjónum í Óðinsvéum síðastliðið miðvikudagskvöld.

Nú er talið að sá sem skaut hjónin til bana á gönguferð í skóglendi í nágrenni borgarinnar, hafi haft á brott með sér ýmsa muni sem þau höfðu á sér, svo sem myndavél, veski og lyklakippu. Hann skildi þó eftir skartgripi og farsíma hjónanna, sem varð til þess að lögregla taldi í upphafi rannsóknar ólíklegt að um ránmorð hefði verið að ræða.

Eftir upplýsingar frá vitnum er nú lýst eftir þéttvöxnum manni á fimmtugsaldri sem sást í nágrenni við morðstaðinn.

Að sögn blaðsins B.T. telur lögregla nú nær útilokað annað en að morðinginn hafi haft ástæðu fyrir verknaðinum, enda voru hin látnu skotin að minnsta kosti 18 skotum. Því gengur rannsóknin út frá því að annað hjónanna hið minnsta hafi þekkt til árásarmannsins eða -mannanna.

Fram til þessa hefur lögreglan lýst eftir tveimur öðrum mönnum, sem voru eins konar einbúar í skóglendinu þar sem illverkið var framið, en þeir eru ekki taldir tengjast málinu. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×