Nýju bankarnir voru eina raunhæfa leiðin 20. apríl 2011 07:00 landsbankinn Ríkið lagði bankanum til 122 milljarða króna. Framtíðarstefna um eignarhald bankans hefur ekki verið mótuð.fréttablaðið/arnþór Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. Auk þeirrar leiðar sem varð ofan á var skoðað að: (i) gefa út heildartryggingu á allar innstæður, (ii) færa allar erlendar innstæður yfir í nýju bankana, (iii) færa aðeins innstæður upp að ákveðinni fjárhæð eða að ákveðnu hlutfalli af innstæðum yfir í nýju bankana eða (iv) skipta bönkunum í góða banka og lélega. Sem kunnugt er varð ofan á að stofna nýja innlenda banka og færa innlendar innstæður og innlendar eignir til þeirra. Hinar lausnirnar voru taldar leiða til hruns á öllu efnahagskerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu um endurreisn bankanna sem fjármálaráðherra lagði nýverið fyrir þingið. Um hið fyrstnefnda segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi ekki haft fjárhagslega burði til að tryggja allar innstæður og því hefði yfirlýsing þar um aldrei orðið trúverðug. Úttektir innstæðueigenda hefðu samstundis skapað vandamál. Færsla innstæðna í erlendum útibúum yfir í nýju bankana var talin ófær með öllu enda ekki til gjaldeyrir til að mæta þeim gríðarlegu innstæðuskuldbindingum sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu stofnað til erlendis. Ekki var heldur talið fýsilegt að millifæra allar innstæður upp að vissri fjárhæð eða prósentu. Er á það bent að fjölmörg fyrirtæki hafi geymt laust fé í bönkunum. Skerðing á því hefði getað kostað greiðsluvandræði sem hefðu getað leitt til keðjuverkandi vandræða sem hefði getað kostað mun meira tjón en þó varð vegna bankahrunsins. Skipting bankanna í góða og lélega var að sama skapi ómöguleg leið þar sem fjármögnun var vandamál íslensku bankanna og því ólíklegt að góðu bankarnir hefðu getað aflað nægilegs fjár til að fjármagna rekstur sinn. Rekstur lélegu bankanna hefði að auki útheimt meiri háttar eiginfjárframlag frá ríkinu. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Þegar stjórnvöld stóðu frammi fyrir falli viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mátu þau fimm leiðir til að tryggja áframhaldandi bankastarfsemi í landinu. Auk þeirrar leiðar sem varð ofan á var skoðað að: (i) gefa út heildartryggingu á allar innstæður, (ii) færa allar erlendar innstæður yfir í nýju bankana, (iii) færa aðeins innstæður upp að ákveðinni fjárhæð eða að ákveðnu hlutfalli af innstæðum yfir í nýju bankana eða (iv) skipta bönkunum í góða banka og lélega. Sem kunnugt er varð ofan á að stofna nýja innlenda banka og færa innlendar innstæður og innlendar eignir til þeirra. Hinar lausnirnar voru taldar leiða til hruns á öllu efnahagskerfinu. Þetta kemur fram í skýrslu um endurreisn bankanna sem fjármálaráðherra lagði nýverið fyrir þingið. Um hið fyrstnefnda segir í skýrslunni að ríkissjóður hafi ekki haft fjárhagslega burði til að tryggja allar innstæður og því hefði yfirlýsing þar um aldrei orðið trúverðug. Úttektir innstæðueigenda hefðu samstundis skapað vandamál. Færsla innstæðna í erlendum útibúum yfir í nýju bankana var talin ófær með öllu enda ekki til gjaldeyrir til að mæta þeim gríðarlegu innstæðuskuldbindingum sem Kaupþing og Landsbankinn höfðu stofnað til erlendis. Ekki var heldur talið fýsilegt að millifæra allar innstæður upp að vissri fjárhæð eða prósentu. Er á það bent að fjölmörg fyrirtæki hafi geymt laust fé í bönkunum. Skerðing á því hefði getað kostað greiðsluvandræði sem hefðu getað leitt til keðjuverkandi vandræða sem hefði getað kostað mun meira tjón en þó varð vegna bankahrunsins. Skipting bankanna í góða og lélega var að sama skapi ómöguleg leið þar sem fjármögnun var vandamál íslensku bankanna og því ólíklegt að góðu bankarnir hefðu getað aflað nægilegs fjár til að fjármagna rekstur sinn. Rekstur lélegu bankanna hefði að auki útheimt meiri háttar eiginfjárframlag frá ríkinu. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira