Leiðtogarnir á Kúbu boða breytta tíma 20. apríl 2011 00:00 Frá Kúbu. Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Fidel Castro bauð sig ekki fram í leiðtogakjöri Kommúnistaflokksins á Kúbu í gær. Þess í stað var bróðir hans, Raúl, kosinn leiðtogi flokksins. Raúl hefur stjórnað landinu frá því Fidel veiktist fyrir meira en fjórum árum. Fidel hefur nýlega upplýst að í reynd hafi hann ekki stjórnað flokknum heldur síðan 2006, þótt hann hafi formlega verið skráður leiðtogi flokksins þar til nú. Á flokksþingi, sem nú er haldið í fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið fram hugmyndir um margvíslegar breytingar á skipulagi efnahagsmála og stjórnmála á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt 300 tillögur í efnahagsmálum, sem eiga að gefa efnahagslífið frjálst. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju þessar breytingar verða fólgnar en ljóst er að íbúum landsins verður nú í fyrsta sinn gert heimilt að kaupa sér húsnæði og stunda frjáls fasteignaviðskipti. Þá lagði Raoul til að valdatími helstu embættismanna landsins yrði takmarkaður við fimm ár. Bróðir hans, sem ríkti í nærri hálfa öld, segist vera fylgjandi því: „Ég er hrifinn af hugmyndinni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál sem ég hef lengi velt fyrir mér.“ Öllum að óvörum kom Fidel á þingið og uppskar dynjandi lófatak frá þúsund flokksfulltrúum í stórum ráðstefnusal í höfuðborginni Havana. Hann skrifaði blaðagrein sem birtist á mánudag, þar sem hann sagði nýja kynslóð leiðtoga flokksins þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum í heiminum, stunda sjálfsgagnrýni og taka alla hluti til endurskoðunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar um breytingar voru það háaldraðir félagar Castros sem kosnir voru í helstu leiðtogaembætti flokksins. Raúl er sjálfur að verða sjötugur og Jose Ramon Machado Ventura, sem kosinn var varaforseti flokksins, er orðinn áttræður. Þá var Ramiro Valdés, sem er 78 ára, kosinn í þriðju valdamestu stöðuna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira