Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2011 09:00 U-17 ára landslið Íslands í kvennaflokki. Mynd/KSÍ U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. „Þetta er frábær tilfinning og maður trúir þessu varla,“ sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason. „Þetta er það sem við stefndum auðvitað á en þar sem aðeins fjórar þjóðir komast áfram þarf allt að ganga upp.“ Ísland spilaði í tveimur riðlum í undankeppninni og vann þá báða. Fyrst í Búlgaríu í haust þar sem liðið vann hin þrjú liðin í riðlinum samanlagt 29-1. Svo nú í Póllandi þar sem Ísland vann aftur alla sína leiki. Liðið mætti sterkum andstæðingum; Póllandi, Englandi og Svíþjóð, og vann þá alla. „Þetta lið er búið að vinna átta leiki í röð. Sex í undankeppni EM og svo tvo leiki þar á undan. Það er búið að slá öll met sem hægt er að slá,“ benti Þorlákur á. Eins og ávallt vekur það athygli þegar svo fámenn þjóð nær svona langt á vettvangi knattspyrnunnar, vinsælustu íþróttar í heimi. „Það voru allir að klóra sér í hausnum í Póllandi. En minnimáttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera,“ sagði Þorlákur. Hann segir þennan góða árangur því helst að þakka að leikmenn eru að spila flestir með meistaraflokkum sinna félaga þrátt fyrir ungan aldur. „Þær hafa spilað erfiða leiki með sínum liðum og eru þar að auki að æfa við mjög góðar aðstæður. Þar að auki er þjálfun í yngri flokkum á Íslandi mjög góð og það hefur verið að skila sér. Árangur A-landsliðs kvenna skemmir heldur ekki fyrir og allt hefur þetta áhrif. Stelpurnar hafa séð að allt er hægt.“ Þar sem aðeins fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í sumar er byrjað í undanúrslitum og mætir Ísland liði Spánar sem er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki. Frakkland mun keppa í hinum undanúrslitaleiknum en ekki liggur fyrir hver andstæðingur liðsins verður þar. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur. „Þetta er frábær tilfinning og maður trúir þessu varla,“ sagði þjálfarinn Þorlákur Árnason. „Þetta er það sem við stefndum auðvitað á en þar sem aðeins fjórar þjóðir komast áfram þarf allt að ganga upp.“ Ísland spilaði í tveimur riðlum í undankeppninni og vann þá báða. Fyrst í Búlgaríu í haust þar sem liðið vann hin þrjú liðin í riðlinum samanlagt 29-1. Svo nú í Póllandi þar sem Ísland vann aftur alla sína leiki. Liðið mætti sterkum andstæðingum; Póllandi, Englandi og Svíþjóð, og vann þá alla. „Þetta lið er búið að vinna átta leiki í röð. Sex í undankeppni EM og svo tvo leiki þar á undan. Það er búið að slá öll met sem hægt er að slá,“ benti Þorlákur á. Eins og ávallt vekur það athygli þegar svo fámenn þjóð nær svona langt á vettvangi knattspyrnunnar, vinsælustu íþróttar í heimi. „Það voru allir að klóra sér í hausnum í Póllandi. En minnimáttarkenndin er einfaldlega ekki til staðar hjá leikmönnum okkar. Þær hafa mikla trú á því sem þær eru að gera,“ sagði Þorlákur. Hann segir þennan góða árangur því helst að þakka að leikmenn eru að spila flestir með meistaraflokkum sinna félaga þrátt fyrir ungan aldur. „Þær hafa spilað erfiða leiki með sínum liðum og eru þar að auki að æfa við mjög góðar aðstæður. Þar að auki er þjálfun í yngri flokkum á Íslandi mjög góð og það hefur verið að skila sér. Árangur A-landsliðs kvenna skemmir heldur ekki fyrir og allt hefur þetta áhrif. Stelpurnar hafa séð að allt er hægt.“ Þar sem aðeins fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í sumar er byrjað í undanúrslitum og mætir Ísland liði Spánar sem er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki. Frakkland mun keppa í hinum undanúrslitaleiknum en ekki liggur fyrir hver andstæðingur liðsins verður þar.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Í beinni: Valur - KR | Tekst KR að auka þjáningar meistaranna? Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira