Litirnir gripu athyglina 19. apríl 2011 08:00 Dísir boutique er ný vefverslun sem selur endurnýtanlegar töskur frá Envirosax. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 til að bjóða upp á vörur sem taka tillit til umhverfisins, eru einstakar og fjölnota. „Þetta ævintýri hófst með því að ég og dóttir mín vorum á vörusýningu í Kaupmannahöfn og sáum þessar töskur þar," segir Þórey Þórisdóttir, eigandi vefverslunarinnar Dísir.is. „Það voru litirnir á töskunum sem fönguðu athygli okkar og þegar við komumst að því hver sagan á bak við þær var hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Þetta er einstaklega falleg hönnun og litirnir lífga svo sannarlega upp á umhverfið." „Hugmyndasmiðir og eigendur Envirosax eru Belinda og Mark David-Tooze, sem hafa tileinkað sér þann lífsstíl að lifa lífrænu, sjálfbæru og kolefnalausu lífi í uppsveitum Ástralíu og reka fyrirtækið sitt þaðan. Þau hafa tileinkað sér þá viðskiptastefnu að draga úr mengun og endurnýta og endurvinna plast svo dæmi sé tekið," segir Þórey. Auk tasknanna frá Envirosax selur hún fylgihluti fyrir konur á öllum aldri, hálsmen frá ýmsum hönnuðum, til dæmis úr silfri og leðri, og hálsklúta frá sænska fyrirtækinu Maja. „Við reynum að halda sömu stefnu varðandi fylgihlutina," segir Þórey, „en það er erfitt að komast hjá því að plast og önnur ólífræn efni séu notuð í þeim. Klútarnir hins vegar eru úr bómull og hör og hundrað prósent náttúrulegir." Þórey segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nýlega hóf hún samstarf við verslunina Fígúru á Skólavörðustíg þar sem hún selur töskurnar. „Já, við leigjum þar smápláss," segir Þórey. „Ætlum svona að sjá til hvernig það gengur. Draumurinn er svo að opna sjálf verslun í framtíðinni en við tökum þetta bara eitt skref í einu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Dísir boutique er ný vefverslun sem selur endurnýtanlegar töskur frá Envirosax. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 til að bjóða upp á vörur sem taka tillit til umhverfisins, eru einstakar og fjölnota. „Þetta ævintýri hófst með því að ég og dóttir mín vorum á vörusýningu í Kaupmannahöfn og sáum þessar töskur þar," segir Þórey Þórisdóttir, eigandi vefverslunarinnar Dísir.is. „Það voru litirnir á töskunum sem fönguðu athygli okkar og þegar við komumst að því hver sagan á bak við þær var hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Þetta er einstaklega falleg hönnun og litirnir lífga svo sannarlega upp á umhverfið." „Hugmyndasmiðir og eigendur Envirosax eru Belinda og Mark David-Tooze, sem hafa tileinkað sér þann lífsstíl að lifa lífrænu, sjálfbæru og kolefnalausu lífi í uppsveitum Ástralíu og reka fyrirtækið sitt þaðan. Þau hafa tileinkað sér þá viðskiptastefnu að draga úr mengun og endurnýta og endurvinna plast svo dæmi sé tekið," segir Þórey. Auk tasknanna frá Envirosax selur hún fylgihluti fyrir konur á öllum aldri, hálsmen frá ýmsum hönnuðum, til dæmis úr silfri og leðri, og hálsklúta frá sænska fyrirtækinu Maja. „Við reynum að halda sömu stefnu varðandi fylgihlutina," segir Þórey, „en það er erfitt að komast hjá því að plast og önnur ólífræn efni séu notuð í þeim. Klútarnir hins vegar eru úr bómull og hör og hundrað prósent náttúrulegir." Þórey segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nýlega hóf hún samstarf við verslunina Fígúru á Skólavörðustíg þar sem hún selur töskurnar. „Já, við leigjum þar smápláss," segir Þórey. „Ætlum svona að sjá til hvernig það gengur. Draumurinn er svo að opna sjálf verslun í framtíðinni en við tökum þetta bara eitt skref í einu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira