Konunglegt brúðkaup á tveimur stöðvum 12. apríl 2011 12:00 Kate og Vilhjálmur ganga í það heilaga 29. apríl. „Jú, ég er búin að fallast á að lýsa þessu fyrir Stöð 2. Við erum ekki búin að ákveða öll smáatriði en þetta verður örugglega mjög skemmtilegt," segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður. Hildur verður í beinni útsendingu ásamt völdum gestum í myndveri Stöðvar 2 þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum í kirkjunni Westminster Abbey föstudaginn 29. apríl. Það virðist því ekki vera neinn einkaréttur á útsendingu frá konunglegum brúðkaupum því eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá verður einnig sýnt beint frá athöfninni á RÚV. Þær berjast því um sitthvað fleira en bara landsleik í handbolta. Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan lýsa því sem fyrir augum ber.Hildur Helga er spennt fyrir brúðkaupinu.„Við Elísabet höfum nú gert eitthvað svipað saman áður, gott ef það var ekki brúðkaup hjá dönsku konungsfjölskyldunni og svo lýstum við líka einu sinni jarðarför. Það er alltaf voðalega gaman að lýsa einhverju í beinni útsendingu," segir Bogi sem kveðst þó ekki vera konungssinni númer eitt á Íslandi. Bein útsending hefst klukkan sjö um morguninn en Bogi var efins um að hann og Elísabet hæfu störf svo snemma. Henni lýkur síðan klukkan 12.34, svo því sé haldið til haga. Hildur Helga er spennt fyrir brúðkaupinu og segir þetta alltaf vera skemmtilegan viðburð. Og ekki veiti nú af í öllu þessu volæði. „Ég veit að það er fólk úti um allan bæ sem ætlar að halda partí. Ég á vinkonur sem fara og sækja ömmurnar á elliheimilin, kaupa brandý og konfekt og horfa á brúðkaupið."- fgg William & Kate Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
„Jú, ég er búin að fallast á að lýsa þessu fyrir Stöð 2. Við erum ekki búin að ákveða öll smáatriði en þetta verður örugglega mjög skemmtilegt," segir Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður. Hildur verður í beinni útsendingu ásamt völdum gestum í myndveri Stöðvar 2 þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum í kirkjunni Westminster Abbey föstudaginn 29. apríl. Það virðist því ekki vera neinn einkaréttur á útsendingu frá konunglegum brúðkaupum því eins og kom fram í fjölmiðlum í síðustu viku þá verður einnig sýnt beint frá athöfninni á RÚV. Þær berjast því um sitthvað fleira en bara landsleik í handbolta. Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan lýsa því sem fyrir augum ber.Hildur Helga er spennt fyrir brúðkaupinu.„Við Elísabet höfum nú gert eitthvað svipað saman áður, gott ef það var ekki brúðkaup hjá dönsku konungsfjölskyldunni og svo lýstum við líka einu sinni jarðarför. Það er alltaf voðalega gaman að lýsa einhverju í beinni útsendingu," segir Bogi sem kveðst þó ekki vera konungssinni númer eitt á Íslandi. Bein útsending hefst klukkan sjö um morguninn en Bogi var efins um að hann og Elísabet hæfu störf svo snemma. Henni lýkur síðan klukkan 12.34, svo því sé haldið til haga. Hildur Helga er spennt fyrir brúðkaupinu og segir þetta alltaf vera skemmtilegan viðburð. Og ekki veiti nú af í öllu þessu volæði. „Ég veit að það er fólk úti um allan bæ sem ætlar að halda partí. Ég á vinkonur sem fara og sækja ömmurnar á elliheimilin, kaupa brandý og konfekt og horfa á brúðkaupið."- fgg
William & Kate Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira