Gæti hreinsað út Icesave-skuld 8. apríl 2011 06:00 Verslanakeðjan er að stórum hluta í eigu þrotabús Landsbankans. Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb Icesave Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Skilanefnd gamla Landsbankans reynir nú að fá 1,8 til 2 milljarða punda, eða 333 til 370 milljarða króna, fyrir verslanakeðjuna Iceland Foods í Bretlandi. Þetta er fullyrt á vef Financial Times. Skilanefnd þrotabúsins hefur þó aðeins staðfest að hún sé byrjuð að kanna hvaða möguleikar eru á að selja Iceland Foods. Eignin er þar með komin í söluferli og á næstu vikum verður rætt við ýmsar fjármálastofnanir um ráðgjöf við söluna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða margar af stærstu fjármálastofnunum heims. Fáist um 2 milljarðar punda fyrir Iceland Foods, líkt og Financial Times heldur fram, væri Icesave-skuld bankans, samkvæmt þeim samningi við Breta og Hollendinga sem borinn verður undir þjóðina á morgun, í reynd úr sögunni og kostnaður ríkissjóðs þar af leiðandi enginn. Eignarhlutur þrotabúsins í Iceland Foods er tæp 67 prósent þannig að úr sölunni gætu fengist 220 til 250 milljarðar króna. Hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda af þessari fjárhæð væri 112 til 126 milljarðar króna, sem er 52 til 66 milljörðum meira en gert var ráð fyrir að Tryggingarsjóðurinn myndi fá af þeim 117 milljörðum sem skilanefndin hafði reiknað með að fengist samtals út úr allri hlutabréfaeign þrotabúsins, þar með töldum hlutabréfum í Iceland Foods.- gb
Icesave Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira